Hrein íslensk
leiðindi eru sitthvað. Halur er t. d. ágætt leiðindadæmi, karlpungur, stundum hálfgerð kellíng, jafnvel með kellíngabloggtilhneigingar, öfundsjúkur sjálfsagt, borðar All-Bran alla daga, hægðir í sama stíl, ekkert kemur á óvart hjá honum eða með hann. Dæmigerður úlpumaður með húfu. Halur er maðurinn, sem þú forðast og ferð hringinn þegar hann nálgast. Hann kann þó á ryksugu og getur sett í uppþvottavél, jafnvel tekið úr henni.