fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Áskorun tekið

Það er gaman að taka áskorun frúarinnar í Vinaminni um ritstörf á netinu þannig að fleiri geti einnig fylgst með skrifunum. Allt er óvíst með virknina enda er magn ekki hið sama og gæði. Helsta ritverk mitt, Rafkver Vals um þvagfærasjúkdóma, sem telja má tímamótaverk, er aðeins aðgengilegt þeim er hafa aðgang að innraneti FSA (Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri). Það væri þó gaman að birta nokkur sannindi úr því á þessari síðu af og til.

Þetta um bílstjórann í framsætinu er afar áhugavert og ætíð valdið mér nokkurri klígju að sjá karlinn hlunkast inn og útúr bílnum eftir því sem hentar honum að setjast við stýrið; hér á Akureyri aka menn í eina til fjórar mínútur í vinnuna og síðan sest konan í bílstjórasætið og yfirgefur það þegar hún sækir karlinn í vinnuna síðdegis. Hjá öllu þessu væri unnt að komast ef menn gengu eða hjóluðu í vinnuna hérna norðan heiða en allir hlutir eru í göngu- eða hjólafæri.


1 Comments:

At 10:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bloggið. Verð að viðurkenna að þetta kom skemmtilega á óvart. Þú ert auðvitað ekki vanur að skorast undan áskorunum né öðru því sem þú ert beðinn um. Mun hér með hætta að lesa Moggann á morgnana en þess í stað fylla anda minn orðum og reynslu ykkar hjóna.

 

Skrifa ummæli

<< Home