föstudagur, ágúst 06, 2004

Ljósmyndun er listgrein

Það hefur lengi vakið furðu mína hversu ljósmyndun er lítill gaumur gefinn hérlendis. Sýningar fara ekki hátt, nema e-r PR ljósmyndari sé á ferðinni, um getu verður ekkert fullyrt. Í sumar rakst ég fyrir tilviljun á nokkrar ljósmyndir eftir Pétur Thomsen sem menntast hefur í Frakklandi. Myndir hans frá Kárahnjúkasvæðinu voru sérlega áhrifamiklar og gæðum prýddar. Hef verið að spá í að kaupa eina slíka fremur en olíu, vonandi getur það orðið síðar.

Ef ég keypti slíka mynd, þá gæti heimilisfólkið hugsanlega fengið meiri frið frá mistímabærum stafrænum skotum mínum, en ég hef haft það á tilfinningunni að ég mætti fækka skotunum, sem ég skil ekki, þar sem allar myndir verða verðugar með aldri; það er einungis spurning um tíma og þolinmæði.

1 Comments:

At 2:51 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Mér væri akkur í því ef nágranni í götunni skrifaði athugasemdir við þennan texta, en hann á nokkrar mjlljónir mynda.

 

Skrifa ummæli

<< Home