sunnudagur, mars 16, 2008

Eitt fárra

norðlenskra fyrirtækja, já norðlenskra, sem ennþá eru ofan moldar er Skíðaþjónustan. Hú hefir lifað af í ölduróti verslana og fyrirtækja norðan heiða. Oftast opin, þjónustan þægileg, selja reyndar helst það sem "flestir þurfa", minna eða ekkert af öðru, geta þó pantað, unnt að skipta út gömlu fyrir nýtt eða nýrra eða stærra, mörg börn hafa vaxið upp með slíku. Auðvitað geta allir hafa álit á Skíðaþjónustuni, en hinu verður ekki neitað að hún verður að teljast nokkuð einstök í sinni röð, hvort heldur innanlands eða utan. Og hver væri nú staðan ef engin væri Skíðaþjónustan norðan heiða?

2 Comments:

At 10:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hann Viddi minn, gamli skíðaþjálfarinn minn, er nú engum líkur, Hann fer nú ekki langt og breytist afar hægt, ef nokkuð. Svoleiðis kjölfesta í mannlífinu er nauðsynleg, sérstaklega þegar allt er fullt af flökkufólki eins og mér og mínum. kf

 
At 5:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já þegar Viddi byrjaði á sýnum tíma þá voru það hjólin sem hann seldi og lagaði. 10 ára fór maður af og til með bilað hjól til Vidda. Alltaf vel tekið á móti manni og greiðsla fyrir verkið í því sama, strákurinn sendur eftir einum stórum King Edwards vindli. Sama hve mikið var lagað alltaf sama gjald. Hann vill ekki lengur vindla í viðskiptum okkar, og ég er bara nokkuð sáttur við það :-) KMT

 

Skrifa ummæli

<< Home