laugardagur, nóvember 17, 2007

Óveðrið

kemur manni stundum til að hlusta á útvarpið; svo var í kvöld er Halur fyrir tilviljun settist við hljóðvarpið og var þá sérstaklega áreynslulaus tenórrödd nærri; þar var á ferðinni rússneski tenórinn Sergei Yakovlovich (1902-1977) sem sem sagt söng án rembings nokkrar hljómfagrar og tærar aríur, minnti nokkuð áreynsluleysi sumra skandinavískra tenóra sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Það var sérstök upplifun að halda út í óveðrið á Tuddanum spilandi Sergei í útvarpinu, sem mun hafa verið alþýðunnar vinur þar eystra, hann mátti heyra milli vindkviða og miðstöðvarblásturs. Þegar þetta er skrifað, les Klaus Kinski og syngur (singt und spricht) efni eftir Brecht; einstaklega sniðugt að geta hlustað á gamalt efni á netinu, efni sem Halur missti af, ekki hvað síst efni sem er á dagvinnutíma eða síðla kvölds. Skiptir litlu þótt þýskukunnáttan sé lítil eða engin orðin, hljómur og túlkun stendur fyrir sínu. Enda nýbúinn að vera í Berlín og mest austan megin; Berlín bíður nýrrar heimsóknar og vonandi fyrr en seinna. 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home