mánudagur, október 15, 2007

Rennsli líkamsvökva

hefir til umræðu verið undafarið vegna þvagláta á almenningi, á almannafæri. Sjálfur fær Halur iðulega þvag annarra manna (sem og sjálfs síns!), karla og kvenna, á sig í tíma og ótíma, en aldrei orðið meint af. Það er hins vegar meingert á almannafæri, almenningi. Ísland er bráðum orðið lögregluríki; allt skal tryggja með lögum, eftirliti, eintómir eftirlitsmenn alls staðar. Þvagrennslisstokkar hafa eigi verið gerðir nægilega víða hérlendis; skömm er á því enda þvaglát iðulegast nokkuð sem verra er að skjóta á frest eftir því sem árin færast yfir. Halur heyrði nýtt orð um helgina af vörum eldri kaupkonunnar í Pottum og prikum; safarauf notaði hún yfir rauf þá sem gerð er á skurðarbretti til að fanga vökva. Halur kemur þá með nýyrðið "þvagrauf" í merkingunni að kasta vatni í þar til gerða rauf á almannafæri, almenningi eða annars staðar þar sem kasta þarf af sér, ekki þvagskál, heldur þvagrauf. Sjálfsagt má finna einhver þvagrör frá hitaveitunni sem orðið hafa afgangs í útrásinni.

4 Comments:

At 9:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég "googlaði" orðið safarauf og það kom bara ein niðurstaða... hún var af heimasíðu Kokku og hugsanlega er þetta því heimasmíðað orð úr þeirra ranni?

GPS

 
At 2:32 e.h., Blogger ærir said...

þetta eru góð "ný"yrði". Annars vil ég óska til hamingju með uppstoppaða urriða. þetta þarf ég að gera einhvern tímann. sennilega þó fara í veiði fyrst.

á sjálfur bara úrblásin ígulker og eggjasafn.

kv
ra

 
At 2:40 e.h., Blogger ærir said...

Og af öðru tilefni og tengli hjá GP

Ritað hefur í rafkver gott
rúnir sá er getur.
Halur þessa færði flott
fróðleiksmola í letur.

 
At 2:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur þakkar ágæt orð og vísu!

 

Skrifa ummæli

<< Home