mánudagur, september 17, 2007

Sjaldan

er rétt að blanda sér í dómskerfið eða lögreglumál, en tækifærin eru óendanleg á Íslandi eins og annars staðar væntanlega. Að öllu siðferðishjali slepptu þá verður að minnast einu sinni enn (held að Halur hafi áður skrifað um sama mál en man ekkert) á "Hið stóra gjaldeyrisviðskiptatölvumálaðkveldidags" þar sem nokkrir saklausir norðanpiltar duttu oní gjaldeyrisbauk á heimasíðu Glitnis (sem halda mætti að væri í frjálsi falli) og færðu músina í nokkur skipti milli sölu og kaups. Síðan gerist það að hinn sami banki fær embættismannakerfið til að knésetja (og helst dæma seka) hina sömu fyrir "glæp" sem bankinn framkallaði. Og ætlar að halda þessu til streitu. Hvernig virkar kerfið og siðferðið; um það má deila eins og alltaf. Það styttist í skíðafæri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home