fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Sennilega

er veiðitímabilinu lokið í bili hjá Hali og er minnisstæðast sökum þess að þetta er eða var fyrsta árið þar sem öllum "lifandi" fiski er á land kom var sleppt eða svo gott sem; tveir veiddir og gefnir veiðifélaga nýverið og einn tekinn til uppstoppunar. Það var gaman að koma við hjá Halla uppstoppara á Akureyri í dag, en ferð sú var farin fyrir algjöra tilviljun með taumefni sem nota skyldi við verkið. Viti menn, er Halur kom þar inn sem verkstæðið stendur, hélt sjálfur meistarinn á fiski sem Hali þótti helst til kunnugur. Var þetta þá sjálf 8,6 punda hrygnan er Halur dró á land neðst á "Hagatánni" fyrr í sumar og ákvað að gaman væri að ylja sér við á vetrarkvöldum ofan við hnýtingarborðið eða annars staðar innan Vinaminnis. Stutt, þykk og falleg en viss tregi í hjarta veiðimanns að drepa fiskinn sem reyndar var hálf-dauður er á land kom vegna slýs á taumi sem lagðist fyrir kjaft og kæfði nærri. Það hefði verið gegn lögmálinu að sleppa slíkum fiski. Því má við bæta að góður gestur kom við í Vinaminni nýverið og náði að létta aðeins á "koníaksbirgðum" Vinaminnis eftir að hafa verið við veiðar í Mývatnssveitinni nokkru áður. Halur hefur aldrei verið mikill koníaksmaður enda fyrst og fremst verið með slíkar veigar í geymslu fyrir gesti og gangandi. Einstaka sinnum stelst einhver í birgðirnar. En ánægjulegt var að sjá fiskinn á vinnslustiginu og tilhlökkun Hals talsverð að fá hann í hendur; óskin var að eiga einn fisk úr uppáhaldsánni og hann er kominn eða svo gott sem.

3 Comments:

At 7:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Verður þtta þá ekki "Harðfiskur" ?

 
At 7:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú, harður verður'ann! Hver fylgist annars með bloggi þessu?
Halur

 
At 10:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er bara ég, þessi eini er það ekki ? eða eru það fleiri ?? Ég er alltaf kallaður anonymous. Annars fékk ég Koníak í kvöld hjá Hali, vona að sú vísbending nægi að sinni.

 

Skrifa ummæli

<< Home