sunnudagur, júlí 08, 2007

Styttist

í margt núna; veigamest er þó veiðin. Einnig afmæli framundan hjá bræðrum. Allt er til reiðu til að taka á móti fjórum veiðimönnum að sunnan, sumir sterkari (og þyngri) en aðrir og hvíta svínið fer með á tuddanum ef allt fer sem horfir. Enginn er farinn af stað. Í kvöld var það svín í matinn og nokkrar pulsur fyrir drengi. Allt klárað, einfalt. Þetta verður vonandi þægilegur túr og nægur tími til að fúndera á bakkanum. Spurning hversu mörg flugubox fljóta með og súkkulaði sem náðist ekki að klára í Rússíá.

1 Comments:

At 4:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

white pig strikes again

a. valsson

 

Skrifa ummæli

<< Home