sunnudagur, maí 20, 2007

Undarlegt

að sjá hvernig heilu byggðarlögin eru að falla í sjó fram fyrir vestan, ekki af völdum náttúruhamfara heldur eru orsakir aðrar og öllum kunnar. Skrítið að sjá Flateyri verða næsta á dagskrá, en þar vann Halur þegar hann var ungur, myrkra á milli, þar var næga vinnu og fisk að hafa alla daga eins og víða fyrir vestan. Útlendingar voru byrjaðir að vinna á þessum árum í sjávarþorpum, pólskir og ástralskir á sínum tíma og einnig frá öðrum löndum, nær og fjær. Út af fyrir sig má það teljast allnokkuð kraftaverk að Flateyringar skuli hafa haldið út svo lengi eftir síðustu náttúruhamfarir. Þeir ráða þó ekki við lýðræðisríkið Ísland og stjórnun fiskveiða sem sett var á laggirnar á þeim tíma er menn gáðu ekki að sér, nema örfáir sem "vissu út á hvað þetta gekk". Sennilega stærsta mannréttindabrot á landi hér eftir 1262.

2 Comments:

At 11:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað var stærst fyrir 1262 ??

 
At 7:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Væntanlega kristnitakan þótt um hana megi deila eins og annað,
Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home