laugardagur, maí 19, 2007

Sumt

er alltaf jafn skemmtilegt að gera, sumt er ókeypis en annað eigi. Sumt er rétt að spara til að finnast það jafn gott eða ágætt lengi vel, eitt svoleiðis má nefna óhikað, en það er Brynjuís. Hann er reyndar ekki allra frekar en annað og einn ókostur (kannski kostur) er sá að hann er "aldrei eins", misharður eða -mjúkur, sumir vilja mjúkan, aðrir ekki, bragðið aðeins breytilegt og vélarnar gefa sína útgáfuna hver af ísnum. Hitt er þó öruggt að Brynjuís gleður alla sem hann vilja; það er alltaf gaman að fá sér Brynju.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home