mánudagur, apríl 30, 2007

Bjartsýni

er öllum nauðsynleg og ekki hvað síst með aldrinum; og þó þar sem æskan er ekki alltaf eins og breiðgata. Halur öðlaðist bjartsýni er hann las um pillu sem verið er að þróa fyrir konur og gera skal tvennt, sem sagt auka kynhvöt kvenna og draga úr matarlyst. Öðruvísi mér áður brá. Það er aðeins einn hængur á þessu eða tveir; pillan kemur ekki á markað fyrr en eftir áratug (eða of seint) og karlar þyrftu pillu sem drægi úr kynhvöt og minnkað gæti átlöngun eða hvað?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home