Gömul kynni
gleymast ei; það sannaðist í skemmtilegum tónlistarþætti í útvarpinu í gær um grúppurnar en ekki grúpp-píurnar sem voru í tengslum við Rokkbyltinguna í Reykjavík á sínum tíma. Halur átti einu sinni 2ja eða 4ra laga vínýlplötu með hljómsveitinni Þey; fallbeygist svona með og án greinis:
þeyr
þey
þey
þeys
þeyrinn
þeyinn
þeynum
þeysins
Tedrukkinn, Maggasýn, Rúdólf og fleiri gullkorn; ekki verra þegar vinur í götu átti þetta við hendina og færði Hali að láni. Það er enginn leið út úr þessu rassgati sungu þeir og sagan endurtekur sig; rassgatið kemur einnig við sögu hjá Hugleiki Dagssyni sem er einungis stórsnjall teiknari og skrifari og bestu verkin þegar orðin "sígild". Gott að halda þannig sögum eða myndum að börnum (baulaðu nú Búkolla mín).
1 Comments:
Satt er það að það sem vel er gert gleður ávalt og stenst því tímans tönn.
Skrifa ummæli
<< Home