Skín
eins og sagt var hjá Matta Jokk: "Skín við sólu Skagafjörður skrauti búinn, fagurgjörður." Þannig er nú fyrsta línan í þjóðsöng Skagfirðinga eftir skáldjöfurinn, sem ólesinn er að miklu leyti hjá Hali; því væri gott úr að bæta. Óðurinn er 13 vers. Þrettán. Línur þessar veita enga vissu um framtíðina. Hún er sem ætíð í algjörri óvissu. Skaplegt varla taldist ferðaveður norðanlands í gær, en er Halur reis máttfarinn úr rekkju skein sól að nokkru. Haldið vestur. Margir á ferð, enda mánudagur og e-r eftirlegukindur frá gærdeginum. Ökutæki misjöfn eins og mörg. Sumir með einkanúmer eða hvað sem það er kallað en aðrir venjulegir. Sumir á Skóda, aðrir á Pæjeró, enn aðrir á Fólksvagen. Er Halur var kominn nokkuð norðan Varmahlíðar mætti honum Skóda bifreið líklegast, hvít á lit (einn af fáum litum er Halur þekkir, en hann þekkir aðeins einn hvítan lit). Þá kvað Halur:
Varla hélt að eldri yrði
ellegar keyra Halur þyrði,
þegar sá
þeysa hjá
"sjálfan Elvis í Skagafirði".
Elvis er sem sagt á Skóda í Skagafirði, á númeraplötunni stóð reyndar (ef rétt var tekið eftir): ELVISP! Elvis norðursins, Elvis Skagafjarðar, aumingja Elvisarnir í Ameríku.
4 Comments:
Velkominn aftur :)
Það var kominn tími til að ýta neðar á listann hvassviðrinu úr görninni. Gott að heyra frá þér aftur. k
Ég vissi það, Elvis lifir, og Halur líka.
Kv.
Sunna
Gott að Halur er vaknaður úr vetrardái!
Anna
Skrifa ummæli
<< Home