mánudagur, maí 22, 2006

Heiðarnar eru samar

við sig (ekki Samar!); alltaf er spurt: "Hvernig var heiðin?" Kona í kjallara spyr: "Var heiðin ekki slæm?" Kona sem nálgast lífeyri, sem sennilega er lítill sem enginn eftir að hafa þrifið gólf og stofur á spítlanum áratugum saman. Þrifið vel. Enn eymir af því að heiðarnar voru hinn versti farartálmi á öldum áður. Enn eina ferðina fór Halur vestur í Skagafjörð árla morguns og vildi hafa drjúgan tíma til fararinnar. Veður í raun allt hið ágætasta er komið var rétt neðan við hæsta punkt, rétt vestur fyrir möstrin á Öxnadalsheiði. Eins og oftast er, versta færið í Öxna- og Hörgárdal, sem og nærri Akureyri. Sól í heiði, nærri vor, en tímabundið, er farið var meðfram Blönduhlíðinni. Engir helsingjar eða blesgæsir, en grágæsir á túnum nærri Miklabæ og vestar, mest kropp að hafa sjálfsagt. Farfuglar líklega áttaviltir. Engin spretta enn í úthaga sagði maður kunnugur Hali og öllu, já öllu í Skagafirði.

1 Comments:

At 6:44 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Gott að Halur komst heilu og höldnu yfir heiðina ;-)

 

Skrifa ummæli

<< Home