föstudagur, maí 12, 2006

Það er mögulegt

að gleðjast yfir ýmsu eins og t. d. því að borða afganga. Það er einnig auðvelt að gleðjast yfir því að eldri sonurinn í Vinaminni fékk rétt áðan viðurkenninguna "mestar framfarir" í handboltanum í sínum flokki hjá KA, sérstaklega eftir að hann var að spá í að leggja boltann á hilluna í haust. Halur hefur fundið í nokkra mánuði að æfingarnar eru farnar að skila árangri; hann þarf að taka "vel á drengnum" ef hann vill ekki sjálfur verða undir. Þannig má sjá að oft er stutt á milli árangurs og hins að leggja upp laupana; þrautseigjan, þolinmæðin og æfingin eru systkini er leiða oft til ágæts árangurs í hverju sem er, svo nokkuð verði alhæft. Þetta minnir Hal á það að iðulega fæst fiskur í "síðasta kasti". Til hamingju með árangurinn segir sá er hér heldur á netpenna.

1 Comments:

At 2:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek heils hugar undir það. Andri er að standa sig. Flott hjá honum.

 

Skrifa ummæli

<< Home