miðvikudagur, maí 10, 2006

Sumt

hefir Halur átt erfitt með að sætta sig við í málfari fólks; sumt er rétt og annað rangt eins og alltaf. Síðan kemur smekkurinn eða tíðarandinn. Nú á allt að stytta sem mest og helst að skammstafa. Hali er einn kennari minnisstæður gegnum tíðina en sá hinn sami var með klárar reglur og leiðbeiningar hvað snerti íslenskt málfar og sérlega slettur; eina "slettan" sem hann gat samþykkt var heitið bíó!. Orð eins og partí og strætó voru ekki æskileg og fallbeygingar voru einnig afar mikilvægar. Svo er komið að æði mörg orð eru nærri einungis notuð í nefnifalli. Gott dæmi er orðið lítri. Þegar farið er í Brynju og beðið um einn lítra af ís, þá er hvumsað og spurt: "Einn líter, einn líter, líter". Halur þráast við og mun áfram biðja um einn lítra af hvítum ís. Sumar breytingar eru skemmtilegar og sennilega af hinu góða eins og þær að fólk nefnir sig alls kyns nöfnum opinberlega, notar gælunöfn og álíka í stað þess heitis er þröngvað var uppá viðkomandi áður en hann gat haft skoðun á eða annað. Auðvitað er þetta þekkt gegnum tíðina og sérlega í sjávarplássum en hér átt við nýyrði og álíka, ekki bara Jón Gunnu. Þessum útúrdúr er lokið eins og samræmdu prófunum. Engar framfarir í skólakerfinu.

1 Comments:

At 10:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

niður með kerfið!

 

Skrifa ummæli

<< Home