mánudagur, apríl 17, 2006

Gamalt fólk, aldraðir

eru ekki leiðinlegir eða þreytandi, það hefur iðulega sannast hið gagnstæða. Sjaldan reynir Halur að horfa á íslenskar myndir en það gerði hann í gærkveldi enda ekki alveg sofnaður um áttaleytið (Halur er aldraður); nýbúin að vera kreppa í mat, en hann mettur þó. Hinir öldruðu vistmenn Hrafnistu voru sannarlega ekki með nein leiðindi, en ekki er þó allt sem sýnist er aldurinn færist yfir. Hins vegar benti húsfreyjan honum á þátt "Bergs" nokkurs meðal aldraðra. Hann var allt í öllu, en á sama tíma var því velt fyrir sér hver hin eiginlegu "laun" hans væru fyrir allt er hann gerði fyrir aðra. Sjálfsagt ekki til að þenja veskið ef mið er tekið af launum þeirra er sinna öldruðum þótt e-r undantekningar séu örugglega þar á. "Laun" eru afstæð, en allir þeir er hjálpa öðrum eða greiða gera og gleðja, hvað þá öldruðum, þeirra laun verða ekki reiknuð í aurum eða krónum.

2 Comments:

At 9:28 f.h., Blogger ærir said...

það eru forréttindi að þekkja aldraða og af þeim má læra og af þeim eru sagðar góðar sögur. en aðallega eru þau góðir sagnamenn og konur. þau hafa ólíkan reynsluheim,sem er þó sami heimur og við búum í.

Heyrði þessa sögu í páskadagskvöldverði með góðu fólki. Ung hjón (á mínum aldri) sagði frá því að þau umgengjust mikið eldra fólk og væri oft boðið til kvöldverðar með þeim. Nýlega voru þau eina unga parið innan um margt eldra fólk sem sat að snæðingi, og kom í ljós að unga fólkið var eina parið við borðið sem hafði aldrei prófað amfetamín sulfate. Það höfðu allir hinir eldri prófað á sínum yngri árum. Reyndar sögðu sumir að það hefði verið fyrir misskilning og mistök. Hverjum hefði dottið þetta í hug.

 
At 11:39 f.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Einhverjir "andans menn" munu hafa verið á slíku skv. ord. mag. eða því nærri.

 

Skrifa ummæli

<< Home