mánudagur, apríl 10, 2006

Gleði og ekkert annað

er á dagskránni í Vinaminni. Hali var bent á það að svona langt páskafrí eins og er í skólum hérlendis væri bara af hinu góða fyrir börnin; satt er það. Ekki þarf húsfreyjan í Vinaminni styttra frí en börnin (hér er ekki átt við Hal). Síðan á eftir að borða páskaeggið sem kötturinn Máni vann í happadrætti KA drengja nýverið. Skíði, snjór og e-r sól í heiði er framundan; það sýnist Hali ef gáð er utan við óbrotinn glugga. Best að hætta þessu kellíngabloggi.

5 Comments:

At 5:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"og e-r sól í heiði er framundan." ég vona að Halur sé sannspárri en mbl.is sem segir:"Norðaustlæg átt 5-10 m/s á miðvikudag og á skírdag og él norðanlands, en yfirleitt þurrt og bjart sunnantil." Kanski horfa þeir í gegnum brotnar rúður á mogganum ;-)

 
At 7:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veðrið er ætíð veðurspánni fremra,
Halur

 
At 10:11 f.h., Blogger ærir said...

Er semsagt skíðafæri á norðurlandi? Ærir hefur dvalið í öðrum heimi og erlendum og veit lítt um hvað gerist norðan heiða. Hann á þó skíði gömul með heldur yngri bindingum, en hvorugt hefur verið notað lengi.

 
At 7:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skíðafæri sjálfsagt allgott en óvíst með veðurfæri.
Halur

 
At 9:50 f.h., Blogger ærir said...

Ærir þarf að bakvakta sjúka á skýrdag, en fékk þá flugu í höfuðið að fljúga norður og renna sér á skíðum í einn sólarhring. Fékk fiðring í fæturnar. Ef af verður hyggst hann taka hús af Hali og frú, en veður"spá" getur sett strik í reikningin svo þið getið andað rólega þar til óveðrið skellur á eða Ærir birtist (eða birtist ekki).

 

Skrifa ummæli

<< Home