fimmtudagur, mars 23, 2006

Jesús

Kristur er orðinn bankastjóri í Landsbankanum; ekki er annað að sjá á netauglýsingum bankans. Kemur þetta Hali eigi á óvart þar sem fermingin er orðin eitthvað sem enginn veit; varla neinu skárri á ungdómsárum Hals, það er öruggt. Ferming þýðir staðfesting, en þar staðfestir "barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni". Halur telur víða framkvæmd mannréttindabrot, en ferming á þeim aldri sem á Íslandi er viðhöfð, er lítið annað en mannréttindabrot í eiginlegri merkingu. Það er ekkert nýtt að kirkjan skuli fremja slíka glæpi. Halur styður þó öll góðverk (góð verk) og boðskapurinn er margur hver mannbætandi.

"Trúarstaðfestingarfjármagnsfjárfestingarhlutabréfainnlagnarupphæðartalningarlota" nefnir Halur ferminguna, en fyrir þetta fær hann sjálfsagt skammir í húfu eins og svo margt annað. Hann mun því eigi aðhafast neitt frekar þessu tengt. Viðbót, letur minnkað í samræmi við innihaldið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home