sunnudagur, mars 19, 2006

Ýmissa grasa

kennir í skýli því er hýsir m. a. frúarbílinn í Vinaminni. Margt hefir bæst við í vetur og margt er unnt að gera í skýlinu eins og herskýlunum forðum, með eða án skýlu. Nú er mögulegt að fara í bað, jafnvel með nuddi, láta sprauta á sig köldu eða heitu vatni, háþrýstiþvottur á erfiða og leynda staði getur hjálpað enda tiltækur í skýlinu. Ómlist, tónlist, hljómlist, lifandi eða úr tækjum er á staðnum. Síðasta undratækið sem kom í skýlið er skoðunarbekkur kvenna sem liggur í vari neðan skíðafestinganna, nærri skíðaskónum og stöfunum. Þannig að litlu er við þetta að bæta og aðeins ímyndunaraflið sem setur þeim skorður er í skýlið fara.

1 Comments:

At 9:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hrífandi staður

 

Skrifa ummæli

<< Home