sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ferðabransinn

hefur breyst mikið á skömmum tíma; það gildir ekki hvað síst um það sem Halur nefnir "ofurferðir" eða ferðir sem ætlaðar eru fáum en auðugum af fé og á sama tíma þurfa ferð sem enginn annar hefir farið en að sama skapi bjargar viðkomandi undan streitu og álagi. Halur gladdist því fyrir hönd þeirra sem hafa kost á að fara í ferð til Himalæja og breyta um lífsstíl, en þar mun vera "glæsilegasta heilsulind í heimi" (efsta stigið hefur enga þýðingu eða innihald lengur) og "boðið er upp á 79 (ekki 79 á Stöðinni) mismunandi þerapíur og dagskrár til að öðlast nýjan lífsstíl". Vandamálin eru greind og meðhöndluð á staðnum. Prísinn fylgir ekki með auglýsingu þessari en væntanlega niðurgreiðir TR ekki slíkar ferðir enn sem komið er. Það er spurning hvaða þerapía virkar best á stað sem þessum, en þarna eru m. a. eiturefni hreinsuð úr líkamanum. Eigi vissi Halur að það væri flókið mál nema hjá þeim með þvag- eða hægðastopp og vart gæfi það annan árangur að hafa hægðir og kasta vatni fyrir austan. Hugsanlega gætu menn bara farið í gönguferð og gert hið sama.

1 Comments:

At 9:10 f.h., Blogger ærir said...

best er að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. þannig virkar bloggið.... djúpvitur speki í boði ærisleifa

 

Skrifa ummæli

<< Home