Fundagleðin
hefur ekki náð fótfestu hjá Hali; nær væri að kalla hana ógleði. Í stað gömlu þunnu möppunnar sem fundameistarinn hafði meðferðis hefur komið fartölva með litskyggnum og svo miklum upplýsingum að fáir fylgja, nema þeir þekki efnið afturábak og áfram. Það eina sem getur bjargað fundi þar sem fleiri en tveir koma saman er það, ef fartölvan er biluð eða sem betra er, bilar á fundinum. Halur hélt einu sinni að fundir mættu standa í 30-40 mín., en er kominn á þá skoðun að hámarkstími teljist 10-15 mín., en það er sá tími sem tekur fundarmenn að mæta, þannig að best er að koma sér út þegar fundurinn hefst. Síðan eru það þessir sem "tala á fundinum, hafa orðið og með miklum þunga segja okkur frá því sem öllum var ljóst áður en fundurinn hófst". Þannig: fundir (flestir) eru þarflausir. Þessi skrif eru undir áhrifum frá húsfreyjunni í Vinaminni, sem hefur vakið áhuga Hals á alls kyns funda- og stjórnunarmálefnum!
3 Comments:
Vel er mælt og engu við þessi sannindi að bæta.
Gott að einhver er þessu sammála!
Halur
Allveg vissi ég að Kiddi yrði þessu hjartanlega sammála :)
Skrifa ummæli
<< Home