Plöggför
er gott mál. Endalaus gleði þessa daga, þessa fyrstu dagana á nýju ári. Enn meiri gleði, þar sem frúin í Vinaminni hefur loks látið til leiðast að láta sér eigi leiðast, heldur halda í plöggför til höfuðstaðar í suðuramti þar sem flestir þekkja leiðir nú til dags. Ekki það að henni geti leiðst mikið þótt Halur sé fjarri og ekki svo að skilja að henni leiðist heimavið, svona til að fyrirbyggja misskilning. Hins vegar hefur Halur áhyggjur af ferðum kvenna suður eða almennt hittingum þeirra að kveldi til; hvað veit Halur hvað þær eru að púkast með. Hann veit þó að þar sem tvær konur eða fleiri koma saman, þar er ekki haft vín um hönd eins og ef um karla væri að ræða. Hali finnst einnig að þær mættu kaupa sér meira af undirfötum, en það hafði gamall vinur ráðlagt honum að setja á blað.
Halur kvað:
Húsfreyjan úr hofi gekk
en Hali gerði engan skrekk;
en hvort meira hún keypti
klæði eða á veigum dreypti,
karlinn aldrei vita fékk.
3 Comments:
Þetta er grafalvarlegt (tungu) mál.
Í höfuðstaðinn frúin fór,
og fann sér vín og skæði
Heima situr Halur þór,
og heimtar undirklæði.
Erektíla vandi vex,
ef vantar í kotið frúna.
Í stúpor engin stundar sex,
og stífir límir fúna.
Skrifa ummæli
<< Home