mánudagur, desember 12, 2005

"Das original"

var staðreynd í gær. Fyrst afmæli móðurhlutans, sem aðeins var 79 ára með tilheyrandi gamaldags veislu með öllu. Allir töluðu í kross og hátt eins og venja var og er í fjölskyldunni, sérstaklega f. afmælisbarnið sem átt hefur við heyrnardeyfu að stríða í áratugi og heyrir best ef aðeins einn talar í einu. Samt allt ágætt og kökur og annað við hæfi, minnti á gamla gósendaga þegar var kvöldkaffi alla daga meðí kl. 21-22:00, jafnvel gestir komu sem vissu að alltaf var veisla hjá þessari konu sem svo mikið ágætt hefur gert fyrir aðra. Hjálpsemin í blóð borin enda ekki langt að sækja hana. Síðan Freikirchen 20 uhr; Antony and the Johnsons á sviðinu sem var nærri ósýnilegt. Þetta voru ekki "sound blast" tónleikar eins og hjá Zeppelin, heldur hin gerðin af fullkominni samræmingu, trúnaður algjör við formið og innlifun fullkomin hjá þessum furðulega stóra og mikla manni með falsetturöddina, sannarlega verður þetta ekki betra. Og til að kóróna þetta allt saman fékk Halur að heyra í Sonus fabernum í Grafarvoginum, þeir geta áreiðanlega blastað vel, en klukkan orðin of margt til að vekja hverfið. Tærleikinn þó greinilegur. Það bíður betri tíma. Ekkert hljóð er boðlegt nema úr stórum boxum og gamaldags græjum held ég, það virðist vera staðreynd. Nú kallar Antony úr tónstofu Vinaminnis. Sem sagt ágætt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home