fimmtudagur, desember 01, 2005

Tíkur

ýmsar eru á sveimi alla daga og sérstaklega á þessum árstíma og öfugsnúningatíkin þar fremst í flokki í ójöfnuði á nefndum jafnaðartímum en aldrei meiri ójöfnuður en nú er. Öfugsnúningurinn kemur hvað best fram í neyslu og matarkyns efni auk veraldlegra hluta sem allir vita. Erfitt er að finna skilin milli vanlíðunar og vellíðunar, hollustu og óhullustu, hollrar fitu og óhollrar. Áður var unnt að eta það sem að kjafti kom þar til eitthvað varð undan að láta og gekk yfirleitt vel með einhverjum undantekningum. Halur hitti vel áttræðan mann fyrir allnokkru, sem að sumu leiti færði Hali undarlegar fréttir, misóvæntar þó eftir atvikum. Nefnilega þær að einhver læknir hafi nú sagt sér að hætta að borða grjónagraut með slátri í morgunmat þar sem það hækkaði kólesterólið. Það er þetta sem endurspeglar tíðarandann.

Halur kvað:
Heilsuvörn og heilsufrík,
"hollmeti" á altarisbrík,
Hal ásækja
eins og brækja,
úr endagarnarrómantík.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home