fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Gamlingjarnir

verða alltaf yngri og yngri en margt er öfugsnúið í þessum heimi sbr. neðangreint lesefni úr blaði dagsins:
"............segir að það hafi dregist saman að fólk komi með tæki í viðgerð. Það er þó alltaf eitthvað en það er aðallega eldra fólk, þ.e fjörutíu ára og eldra, sem kemur með tæki."

Sumir eru því orðnir ansi gamlir, en í því starfi sem vinur Hals sinnir voru menn gamlir um og yfir sjötugt f. 25 árum síðan, en smám saman hafa menn yngst (elst!) þannig að gamlingjar eru þeir sem eru komnir á grafarbakkann eða honum nærri. Þannig að allt er í heiminum afstætt. Ekki skrítið að "ungt fólk" telji alla aldraða sem komnir eru um og yfir fertugt; það hendir of mörgu, kaupir ónauðsynlega hluti, flest sem keypt er í dag endist stutt og verður fljótt gamalt. Það borgar sig ekki að baksa með gamlingjana.
Halur kvað:

Geng ég fram á grafarbakka
og gleymi ekki lífi að þakka,
en fyrr á árum voru heldri
menn aðeins eldri
og líktust eigi 40 ára krakka.

Ekki sýnist aldur minn hár,
en ýmsir að honum draga dár.
En veit að margir
verða þá argir,
ef veitast aðeins 40 ár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home