laugardagur, nóvember 12, 2005

Langtum

betri helmingur vinar Hals á ammæli, afmæli í dag; aldurinn enginn, áferðin áfram eins og á gyðju, það sá Halur í morgunsárið er hann laumaðist með frúnni í sund. Hal vantar reyndar bæði fætur og augu til slíkra ferða, líkist meira hundi á sundi en manni í lauginni, skýlan eldgömul og upplituð, gamli fánaliturinn, sem minnir Hal aftur á mikilvægi þess að íslenska þjóðin sé frjáls og segi sig úr sambandi við forsetaembættið. Sennilega eitt brýnasta verkefni landsins. Engin leiðindi hér, bara til hamingju með daginn, hin ágætasta húsfreyja í Vinaminni sem ljóst má vera, að mikið er á lagt í sambúðinni við suma. Halur mun halda sig afsíðis í dag enda eru sumir bestir í skugga.

1 Comments:

At 1:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þakka þér fyrir afmæliskveðjuna Halur minn.

 

Skrifa ummæli

<< Home