miðvikudagur, október 26, 2005

Raunveruleikinn

var til tals síðast, en hvað veit Halur svo sem um hann fremur en aðra hluti. Hann veit þó að sumir hlutir eru aðeins raunverulegir skamma stund. Halur hefur meira af áhuga en nokkurri kunnáttu eða þekkingu (enda engin) verið að líta yfir ljósmyndasíður undanfarið auk þess sem hann kíkir á forsíður blaða er frúin hefur honum nærri. Ljósmyndir nútímans eru allar meira og minna óraunverulegar nema annað hafi sérstaklega verið tekið fram. Nútíminn er óraunverulegur. Þetta minnir Hal á hjónabönd nútímafólks, saman í dag og skilin á morgun. Svipað og fiskur á færi sem sleppur; í lagi ef nægur matur er til, en annars síður. Fiskur úldnar fljótt í hita og sól eins og sum hjónabönd. Halur þarf að hugsa sig um hvað hann vill gera í hinum óraunveruleikamyndasmiðsverkum. Það er þó alltént unnt að eiga frummyndina, hún er ætíð sönn útaf fyrir sig. Hins vegar verður vart deilt um ánægju sem hafa má af bættum verkum og það er nokkuð sem Halur mun reyna ef hann verður heppinn; ekki þarf allt að sjást og gott að "innyflin" sjáist ekki utan frá. Síðan mæli ég aftur með krostíni frúarinnar. Endurtek: Flestir hlutir eru aðeins raunverulegir skamma stund.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home