fimmtudagur, október 20, 2005

Misjafnt er

hvað verður að teljast "información importante" eins og sagt er sums staðar sunnan við okkur. Eiginlega gerist ekkert hjá Hali daglega sem er í frásögur færandi nema kannski að spor hans milli daga eru ekki nákvæmlega á sama stað á malbikinu eða stéttinni. Annað breytist meira og virðist hafa sjálfstætt líf að nokkru en misvel gengur að koma öllu til leiðar. Baðið í Vinaminni kláraðist ekki í haust eða sumar og baðkarið sem þar er þessa stundina er til sölu og tekur frúin væntanlega við tilboðum enda lærð í þeim efnum; ekki mun Halur hæfur til slíkra hluta. Nýtt baðkar mun vera í bænum einhvers staðar. Halur mælir ekki með nuddi í nein baðkör og þar er greinilega misskilningur á ferð eða tilbúið söluráð allra framleiðenda; það er einfaldast að leggjast í slík kör og prófa, en það er hvergi hægt á almannafæri, hvað þá í verslunum. Skilaboðin eru því þessi: kaupið aldrei baðkar án þess að prófa, jafnvel lekaprófa, en það var samkvæmt venju nauðsynlegt í Vinaminni í samræmi við sumar aðrar framkvæmdir sem þar hafa fram farið. Halur tekur þessu þó bara með jafnaðargeði, enda standa honum nærri glæsileg börn, kettir og kona, sem aldrei sýnist ætla að gefast alveg uppá honum (það skilur hann ekki)!

1 Comments:

At 11:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, freyjan sú í Vinaminni leynir á sér. Aðra stundina virðist hún vera að niðurlotum komin en þá næstu þarf hún að takast á við mann, ungling, smærri ungling og athyglissjúka ketti og dóttur og kemst frá því með geðheilsubresti innan skekkjumakka og má það gott teljast. Hvað húsbóndann snertir má teljast gæfa fyrir húsfreyju að hann hafi ekki enn stungið af með nágrannanum og besta vininum til Vegas og gift sig þar í leðurgalla með keðjum í kapellu Elvis til heiðurs. Skortur á "gourmet" eldamennsku í Vinaminni myndi eflaust draga alvarlegan dilk á eftir sér en skal þó ógetið hér hversu alvarlegar afleiðingarnar yrðu. Men na skal studenten dra til sitt verælse og studere. Hadet bra!

 

Skrifa ummæli

<< Home