miðvikudagur, október 19, 2005

Eru dýr læs?

Svari hver fyrir sig, en Halur er sannfærður um það að dýr séu í raun og veru læs og betur læs en margur maðurinn. Lítið vilja margir lesa nú um stundir og er það miður; er mörgæsin læs? Hér dugar ekki að koma með neinar vangaveltur um sannanir og þess háttar; aðeins það að dýr eru læs og verður það að teljast nokkuð næs. Sannanir eru einnig oftast nær afstæðar. Nú er bara að sjá hvort þeir sem ætla á Kanarí um jólin eða áramótin (Reykjavíkurliðið) skreppi suður á við og leggi nokkrar lesþrautir fyrir mörgæsirnar. Ekki meira. Þetta fer að verða eins og geldneyti (eða ráðuneyti).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home