Skemmtilegir
hlutir eru iðulega nærri Hali, eftir því sem aðrir segja, en hann sér eigi. Sumt er þannig gert að því er eigi unnt að gleyma eða klúðra. Um daginn hitti Halur mann sem minnti hann á sjómenn Íslands eins og þeir voru fyrir nokkrum áratugum; vatnsgreiddir (einnig þegar þeir voru edrú), í peysu og buxum, berhentir í hvaða veðri sem er og skófatnaði við hæfi, oftast berhöfðaðir. Þessi ágæti maður var með þessa skemmtilegu sjómannsgreiðslu, vatnsgreiddur með bylgju eða bugðu í hárinu að framanverðu, en þó ekki alveg í píku að aftan eins og margir voru. Greiðslan óhagganleg í stormi. Þessi greiðsla var einnig algeng eða afbrigði hennar hjá þeim er klæddust Iðunnarúlpum og drukku kogara þegar Halur var aðeins minni en nú er, þótt munurinn teljist vart mikill í sentímetrum.
2 Comments:
Ja nú er ég forvitin. Hvaða drykkur var þetta. Aldrei heyrt þetta orð áður en ég er nú svo ung ennþá. :-) Getur verið að þetta sé spritt?
Kveðja Sunna
Já, - brennsluspíri fyrst og fremst, gjarnan keypt í litlum brúsum þar eð stærri voru ófáanlegir.
Skrifa ummæli
<< Home