fimmtudagur, september 08, 2005

Af sömu ástæðu

og umræðan um hátækni og kynjafræði endurtekur sig eins og síbylja (sumir segja að þetta sé síbylja - vafalaust) nægilega oft, þannig að of margir halda að í henni felist sannleikur, þá gildir hið sama um karla og kerlingar. Kerlingar vilja verða karlar og kerlingar vilja gera karla að kerlingum en ekki öfugt. Halur mun væntanlega setjast að í einhverjum eyðifirði innan e-a ára, ef ekki fyrr. Þar mun síbyljan ekki ná honum. Síbyljan er undarleg og síðasta sólarhring kom frænka hennar í heimsókn eins og um væri að ræða minningargrein um lifandi mann; gott að Halur er fráhverfur allri pólitík, það sér hann við yfirlestur fyrirsagna dagblaða, sem hann stöku sinnum rekst á í framhjáhlaupi, þegar hann gætir að veðurlýsingum og spám.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home