sunnudagur, september 04, 2005

Stampur

getur þýtt ýmislegt ef vel er að gáð. Halur var að fara með gamla borvél milli staða í Vinaminni og rakst þá á pappakassa með gömlum kortum og tungumálakverum á mismunandi málum fyrir einfalda. Í kassa þessum, segja má stampinum, rann upp fyrir honum ljós; hann minntist "heitustu" utanfarar sinnar á síðustu öld til Túnis. Þar sá hann m. a. El Djem, sem mun vera þriðja stærsta hringleikahús sem enn er uppistandandi. Þótt árin hafi liðið, þá man hann mæta vel (enda minnugur, sem er einn fárra kosta hans) er hringleikahúsið bar við sjóndeildarhringinn, nánast í eyðimörkinni sjálfri í þvílíkum hita, sem ekki er unnt að lýsa. Þetta var raunar eftirminnilegt mjög og nærri eins og gerst hafi í gær, þegar Halur bar þetta augum í skúrnum. Halur bindur vonir við að mörg ljós lifni við að nýju, sérlega er hann sá El Djem í huganum í hitanum, sólar- og hitastækjunni, sem aldrei var meiri síðustu 40 árin á svæði þessu. Hitinn fór mest um og yfir 52 gráður á Celsíus kvarða í skugga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home