miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Embættismannabúningar

eru nokkuð sem Halur hefir ætíð verið spenntur fyrir þar eð hann klæðist venjulega sömu fötunum, hvort heldur heima fyrir (sem hann er iðulegast) ellegar fjarri garði. Hann vill kalla klæðnað þennan hinn nýja þjóðbúning en hann saman stendur af: blárri flíspeysu frá 66°N, þunnum bol innan undir, þunnur vindjakki yfir flísið eftir þörfum eða þykkari jakki, helst regnheldur alveg ef því er að skipta, gamlir vettlingar eða hanskar sem unnt er að nota bæði til hjólreiða og eða útivistar ef napurt skyldi vera, sem er oftast á landi hér, grænar buxur, útivistarbuxur (helst sænskar), sem því miður hafa verið nokkuð í tísku s. l. ár eða svipaðar, Halur á tvennar alveg eins þannig að ekki þarf hann að hafa áhyggjur ef aðrar óhreinkast um of, sokkar þunnir eða þykkir eftir því hvað gert er ásamt leistum þegar gengið er í gúmmístígvélum sem er oft og iðulega, aukalega gönguskór eða strigaskór að sumri, gúmmíúr í vætu eða við veiðar, húfa eða derhúfa. Þannig að ef karlmaður sést á víðavangi eða villtur innanbæjar klæddur þessum fötum, þá má gera fastlega ráð fyrir því að þar fari Halur hjá. Halur mun enn og aftur halda austur yfir heiðar og verða þar við veiðar og veðurathuganir næstu daga og hann mun vera í þjóðbúningnum að hluta auk vaðfata.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home