Gengið í bæinn
á Akureyri, lítið nýtt að sjá eða heyra, enda fáir á ferli. Farið hjá gamalli verslun, dyrnar eru opnar, kannast vel við kaupmanninn er situr á stól innan við búðarborðið eins og hann hefir gert áratugum saman að ég held. Þetta er ekki lágvöruverslun en hins vegar fæst allt þarna milli himins og jarðar, en lítið af hverri sort; fetaostur í krukku, grjón, hafragrjón, sælgæti, sósur, matarlitur, mjólk, ávextir, brugggerðarefni sem er komið fram yfir eindaga og bruggast því hratt og vel, allt milli himins og jarðar. Hann segir mér af konu sem þyrfti að eiga hjól til að fara á klósettið að nóttu, því svo oft fer hún þangað. Í efstu hillu er gult spjald þar sem á stendur: "Þær pípur sem hér eru fyrir aftan mega ekki sjást". Hann rabbar við Hal eftir að hafa fært syninum gotterí eftir vali, sem ekki var óvinsælt, allt ókeypis. Í búðinni voru tveir góðkunningjar, annar með "SOL GRYN" pakka á borðinu og nýbúinn að opna bjórflösku sem hann drakk af í búðinni meðan hann hlustaði á samræður Hals við búðarmanninn; annar góðkunningi bað okkur vel að lifa og sagðist þurfa að skreppa heim. Hið sama gerði Halur. Þessir menn eru hverfandi list.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home