miðvikudagur, júlí 27, 2005

Sumir segja

að letin sé versti óvinur framfara, en margir eru þar tilkallaðir. Halur tekur undir þessa fullyrðingu að nokkru leiti, en ekki öllu. Hann hefir stritað megnið af sumrinu, sem kannski er nú loksins að koma í næsta mánuði, en litlar framfarir hafa orðið hjá honum almennt talað. Flest gengur hægt eða ekki framávið eins og hjá Framsóknarflokknum, sem áður hefur verið lofaður af Hali. Halur krefst hins vegar lítilla framfara eða breytinga, hann er sáttur með það sem hann hefur í hendi hverju sinni. Hvað það er skiptir litlu, aðeins að hann hafi eitthvað fyrir stafni og sé ekki haldinn óróleika sökum leti þannig að einhverjir sjái. Hann má ekki slæpast. Hann má ekki sletta útlensku eins og einn viðmælandi (ótrúlegt að e-r tali við hann) sagði nýverið: "Allt í kei" eða "Allt í key"! Halur mun þó enn reyna að koma á einhverjum verkum er leiða til framfara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home