sunnudagur, júlí 17, 2005

Af klemmu og hitamæli

má ýmislegt ráða; um daginn var verið að minnast á hitamæli við veiðar í nokkrum mæli. Halur kynntist undarlegheitum í kjölfarið er hann, enn einu sinni af algjöru metnaðar- og getuleysi var að reyna að stunda líkamsþjálfun eða leikfimi eins og sumir sunnanmenn kalla þá grein, allt annað en hlaup. Halur sat á hjóli og varð sveittur, steig niður og fann fyrir nálardofa í þjóhnappi hinum vinstri og viti menn; þar sem hann fór með hönd sína meðfram gömlum íþróttabuxum, reyndar nýþvegnum af freyju sinni þótt enginn væri þurrkurinn, fann hann fyrir ílöngum hlut sem var með skarpar brúnir, á stærð við maskara kvenna eða lítinn gervilim. Hann hugsaði einnig til þess hvort um væri að ræða harðan lort sem gleymst hefði eða náð herslu á skömmum tíma, þrátt fyrir þvottinn. Eftir svolitla stund og mikinn og versnandi nálardofa, gekk hann afsíðis, tók niðrum sig og viti menn; einhver hafði komið klemmu fyrir nærri endagörn og var hún ástæða dofans, hrein ennþá en svo hefði ekki lengi verið. Betra var, að ekki var um hitamæli með kvikasilfri að ræða, þá hefði Halur orðið fyrir vægri kvikasilfurseitrun og jafnvel skurði nærri daus, kannski lagt aðeins af, enda var kvikasilfur notað til megrunar hér á árum áður í lyfjaformi; fátt er það sem ekki hefur verið reynt eða notað í þeim efnum.

Í lokin þetta: "Á Akureyri er alltaf gott veður", fullyrðing rétt eða röng? Engin þörf að vera að mæla sig.

2 Comments:

At 12:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Halur, frændur hér í vogi Grafar. Eigi væri verra ef mælirinn hefði brotnað, því þá gætum við sótt þjónustufólkið sem sér um þvott á Vinaminni til saka, og fært það fyrir dóm. Skaðabótaréttur er öllum hugleikinn og Halur hefði fengið uppreisn (eða e-s konar ris) æru. Leikfimiiðkun er uppspretta margra skaðabótamála á öld hverri. Legg ég til að frændur þingi síðsumars og leggi á ráð.

Varðandi veðurfræði og tölfræði er ekki mikið að segja en um gott veður á Akureyri er yfirleitt rætt, á mínu heimili, í sömu andrá og goðsagnir líkt og Loch-Ness skrímslíð og Big-foot (stórfót), i.e. margar segjast hafa orðið vitni að slíku en engar sannanir eru til.

Í óspurðum fréttum er það helst að Foreldrarnir hafa lagst í víking og herja á Dani. Einnig hefur ný þýsk sjálfrennireið bæst í hesthús hússins við Grund.

Skilaðu kveðju til frænda vorra og sveitunga þinna.

Arnaldur Hjartarson

 
At 1:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur mun skila kveðju og víst er það satt eða bráðlega verður það satt, að á Akureyri er veðraleysi, haustveður að vetri og sumri, þannig að hárrétt má teljast að ræða það í samhengi við t.d. Lagarfljótsorminn. Ótrúlegt úthald sem gamla liðið hefur í Köben, svefnlausar nætur allar nætur og "afréttari" á daginn. Það er kominn tími til að fá frekari fréttir af nýjum Bimma eða er ekki svo (?); bæversku vélaverksmiðjurnar standa alltaf fyrir sínu í vögnum er flytja fólk milli staða.

 

Skrifa ummæli

<< Home