"Grisi siknis"
getur þýtt margt en þetta er einhvers konar sjúkdómsástand meðal hinna fátæku miskítóindíána í eða á Níkaragúa; heitið komið frá breskum áhrifum þar um slóðir, en hinir bresku nefndu þetta "crazy sickness" og innfæddir kalla ástandið "pauka alkan". "Piblotoq" meðal pólbúa og "chakore" meðal þjóðarbrota á Panama eru ennfremur menningartengdir sjúkdómar, óútskýrt ástand með mismiklum geð- og sálrænum einkennum. Það er ógrynni til af alls kyns fyrirbærum sem nútíminn hefur enn eigi komið með skýringu á eða skilgreiningu yfir; skilgreiningaveikin hefur stundum verið talin einn helsti fylgifiskur íslenskunnar sem tungumáls. Það er hins vegar misjafnt hversu illa menn eru haldnir af henni. "Grisi siknis" er skemmtilegt heiti og minnir á það hvert íslenskan sem talmál stefnir hjá mörgum landanum, atkvæðum sleppt, orðin stytt og alls kyns hljóðbreytingar sem sumar eru reyndar oft á tíðum skemmtilegar í sjálfu sér; málið þarf að þróast en ég veit ekki hvernig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home