fimmtudagur, júní 09, 2005

Í Drögum að sjálfsmorði

Megasar var einn söngva meistarans eftirminnilegur í meira lagi (reyndar allir), en það var söngurinn: "Formsatriði var ekki fullnægt...............Formsatriði var ekki fullnægt!" Þessi söngur og heiti hans sérstaklega, kemur strax upp í hugann þegar úrskurður efsta dóms var birtur í dag varðandi ógjörning þann er fram fer austan fjalls í norðuramti eystra. Stjórnvöld og ráðandi öfl hins íslenska lýðveldis hafa á nokkrum árum farið fram með slíku offorsi í máli þessu að einstaklingar lýðveldisins hafa mátt sín of lítils. Flest fer einhvern veginn eins og skáldið sagði eða eitthvað álíka og eins fer sálfsagt fyrir máli þessu hérlendis.

2 Comments:

At 7:34 f.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Halur hefir enn aðgengi að prentsvertu innlendri og velur texta til lestrar.

 
At 3:00 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Það skal áréttað að ekki er til þess vitað að nokkru sinni hafi náðst mynd af Hali Húfubólgusyni; hins vegar munu vera til einstaklingar af báðum kynjum er líkjast honum að sumu leyti í útliti.

 

Skrifa ummæli

<< Home