föstudagur, júní 03, 2005

Að sjá

náttúruna og sérlega lífverur hennar eins og fugla er ennþá mögulegt á Íslandi án verulega mikillar röskunar eða mengunar nema svæðisbundið, enn sem komið er. Halur hefur komið sér upp búnaði til náttúruskoðunar af betri gerðinni. Hann getur fylgst með fuglum í návígi gegnum sjónpípu nokkra sem skilar nákvæmum myndgæðum; sjónin dugar ekki lengur ein sér til að fylgjast með fuglum í návígi, lifandi fuglum sem sérstök upplifun er að sjá á "heimavelli". Þessi búnaður á áreiðanlega eftir að gefa margar ánægjulegar stundir nærri fuglabyggðum sem og öðru er erfitt er að nálgast með eigin auga, jafnvel með góðum gleraugum. Halur hyggur ekki á persónunjósnir með búnaði þessum. Ýmsa aðra hluta náttúrunnar er unnt að njóta með lokuð augun, liggja í grasi, þefa af taði, mýri, hlusta á fuglasöng og árnið, fossaspil. Framundan eru vonandi margir góðir fugladagar.

2 Comments:

At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hér er margan fallegan fuglinn að sjá. Kalli er mikill fuglaáhugamaður og getur sagt þér allt um hvað hann sá þegar hann var hér. Skallaernir, kardinálar, blue jays, og allt mögulegt annað sem ég kann ekki að nefna er hér að sjá. k

 
At 1:46 e.h., Blogger ærir said...

Félagar þínir í Societas Invisibilis Islandia, munu ástunda taðþef um helgina og ríða um fjörur þær sem langar eru og sumir vilja kenna við þó aðrir efist um réttnefni skv örnefnafróðum mönnum. En helgina þar, þar á eftir um þjóðhátíðardag vorn mun leiðin liggja í norðlendingafjórðung í trippaskoðun og fleira. Eru þeir nú varaðir við sem ekki vilja taka á móti gestum um þá helgi og sýna sjónpípu sína.

 

Skrifa ummæli

<< Home