15 kr.
og steinar eiga kannski ekki margt sameiginlegt í fyrstu, en þegar betur er að gáð gæti þar hins vegar legið nokkur sannleikur. Steinar eru einn hluti náttúrunnar sem hafa talsvert aðdráttarafl, bæði sem skartsteinar eða skrautsteinar og hver man ekki eftir demöntunum sem lagst hafa við ógæfu efnafólksins í leikfélagi vesturs eða austurs. Steinar, óbreyttir brúnir, gráir, drappaðir, mislitir íslenskir stakir steinar eða steinhrúgur hafa alltaf dregið Hal til sín. Gott er að strjúka þeim og enn betra að fá sér sæti þar, þau eru misgóð en alltaf steinsönn. Steinar eru einnig algengir í kryddi og ávöxtum, ekki bönönum. Steinar chili-kryddsins eru ekki þungir og ekki fær maður sér sæti á þeim, en þeir geta gefið manni enn betra sæti og gleði við matarborðið, þó ekki oft þar sem iðulega eru þeir hreinsaðir úr kryddinu nema gera eigi vel sterkt það skiptið. 15 kr. kostaði einn chili-pipar í bænum sem kallar sig "öll lífsins gæði" síðdegis á þessum kristna degi er Halur hjólaði á eðalhjóli sínu af DBS-gerð um nágrenni Vinaminnis. Hann sá ekki marga á ferli og engar kirkjuklukkur kölluðu til hans þá stundina. Söngur vorboðanna hljómaði á stöku stað, hann kostaði ekkert, en þeir gætu væntanlega gert góð steinakaup ef þeir ættu 15 kr. í sarpnum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home