sunnudagur, maí 01, 2005

Merking

orða og orðatiltækja (orðasambanda) er sennilega einn skemmtilegasti hluti málsins, sama hvernig á það er litið. Sum orð hafa haldið merkingu sinni lengi í norðuramti og má þar nefna sérstaklega orðið "menntaskólakennari" sem haldið hefur góðum velli og sjálfur kynntist Halur vel á sínum tíma einum þessara manna, en reyndar löngu eftir að hann (og hann) sleit barnskónum í þeim bransa. Önnur orð gefa ekki nákvæmlega upp hlutverk sitt og má þar t. d. nefna orðin kennari, læknir, prestur og verkamaður; skilgreiningaveikin nær ekki að fanga þessi orð að fullu.

Halur kom að dreng nokkrum, honum nærri í Vinaminni, en sá hinn sami sló stafi á lyklaborð sitt, lyklaborð sem hverfur venjulegast þegar Halur kemur nærri, nokkuð sem Hali er óskiljanlegt sökum þess að illa sér hann sér nærri, en ekkert sér fjarri. Halur sá eitt stórgott orðasamband á skjá drengsins, sent af einhverjum netvini eða einhverri netdrós, eigi veit Halur það. Orðasambandið var eftirfarandi (eftir snöggu sjónminni):

"Mamma er alltaf svo fuicking svöng!"

Þetta er eitt þessara nýju orðasambanda sem skilgreiningaveikin nær ekki að skilgreina samkvæmt orðanna hljóðan eftir því sem Halur kemst næst. Hann biður því allar góðar vættir að koma honum til hjálpar þannig að hann geti skráð þýðingu þess í skilgreiningaveikiorðabókina.

1 Comments:

At 2:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef næst síðasta orðið í setningu er numið brott þá fáum við bara hina ágætustu setningu útúr þessu, en það er nú bara gamaldags athugasemd frá fyrrverandi kennara og fellur bara alls ekki í góðan jarðveg hjá þeim yngri. Þetta eina orð gefur greinilega til kynna hvaða aldurshópi ritarinn tilheyrir og mín athugasemd segir meira um mig en nákvæm útskýring.

 

Skrifa ummæli

<< Home