mánudagur, apríl 18, 2005

Hrós á Íslandi

er sjaldgæft eins og dæmin sanna og margir geta sjálfsagt litið í eigin barm og reynt að minnast þess hvenær þeim var síðast hrósað. Hrós er ágætt en oft er stutt fram af bjargsyllunni þegar hrósið nær eyrum samferðamanna. Um leið og hrósið hefur borist um gangana, þá er stutt í andlát, jafnvel tvöfalt andlát. Halur þarf engar áhyggjur af þessu hafa, enda hefur honum aldrei verið hrósað, enda ekki furða þar eð hann er með afbrigðum latur og letin inngróin í holhöndum hans. Halur hittir aldrei annað fólk þannig að hann veit ekki hvernig tilfinning það er að hrósa öðrum eða hvað þá fá hrós, til þess þarf hann að vera sýnilegur meðal fólks; fólksfælni er enn og aftur einn af hans mörgu og ólæknandi meinbugum. Hann er eins og Miles Davis á hátindi frægðarinnar, alltaf með sólskyggni fyrir augum. Drós dægurmálanna úthlutar hrósi eftir vindum en engri skynsemi.

3 Comments:

At 11:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heill Halur
Værukær gerast þau skrímslin í höfði þér kennd við oftúlkanir eða ofsjónir og víst er að þú átt sjálfur hrós skilið fyrir margt. Gestur hef ek verið í húsi þínu at Vinaminni og matseldin sem þar hefur verið stunduð af þér sjálfum er kostamikil og á köflum frábær. Hver steikir fisk betur en þú eða útbýr salat með gulrótum og eplum? Hvar getur að líta annars staðar en á millilandaskipum jafnfjölbreyttan matseðil: kjötbollur á mánudegi með grænmetissósu og spagettíi; súpa úr hakki, lauk (ræktuðum í garði Vinaminnis frá því að þar var Aldingarður í biblíuanda), selleríi ásamt rúnstykkjum (frb. rúmstykkjum); hrísgrjónagrautur með eða án möndlu eftir því hvernig stendur á árstíðum og helgihaldi; hamborgar!(frb. hanborgarar) Já, hamborgarar! Hvar fær maður betri hamborgara en í Vinaminni steikta á öflugasta grilli norðanlands - amerísku með stórum staf? Og allur silugnurinn sem þú hefur dregið á land! Grafinn, birkireyktur, taðeyktur eða bara reyktur (en ekki eftir vist í Sjallanum) Bara að nefna það. Fyrir allt þetta átt þú ekkert annað en hrós skilið og matseldin ber vott um að þar fer maður sem leitar stöðugt að sannleikanum í verju máli og auðvitað því í framhjáhlaupi að öðlast fullkomnun í tíbeskum anda enda stutt í það þar sem eru háfjöllin í kring um Akureyri. Hvað yndislegra en að sitja og horfa yfir Vaðlaheiðina með heimasteiktan hamborgara í annarri hendi og Sanagos í hinni?
Og að lokum áttu ekki minna hrós skilið fyrir að halda úti bloggsíðunni án þess að hafa nokkru sinni séð tilefni til að miklast af afrekum þínum - hvort sem þú varst staddur fyrir aftan eða framan eldavélina eftir atvikum.
Valur! Þú ert frábær!
Kveðja HM

 
At 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heill þér Halur, valur á flugi flugi hæstur

Þó svo aldrei hafi mér hlotnast sá heiður að njóta gnægtarborði Vinaminnis, það sem matkyns er fyrir utan einstaka kaffibolla og með því, þá hafa gnægtarborð vinsemdar og hrekklausrar gleði flætt sem auga eygir, og eyra nemur og andinn skynjar. Enda finnur og veit Halur hvað hverjum hæfir og seðjar svanga á því sem mestur skortur er á. Magaummál mikið kallar ekki á veraldlegar kræsingar, en þeir sem eru fátækir í anda fá auðvitað uppörvun og þeim er blásin gleði í lund. Fyrir það ber að þakka og hrósa. Svo auðvita hina frábæru bloggsíðu sem hefur bjargða andlegu sinni frænda og vina og margra þeirra aðstandenta, enda sést á teljara síðunnar að þar kom margir í heimsókn (3029 þegar þetta skrifað). Við sem rekum bloggsíður sem fáir heimsækja reynum því að koma sem mestu efni á aðra síður, svo jaðrar við einelti en er auðvita útpæld markaðssetning markaðshyggjumanns, sem hefur yfirgefið samvinnuhugsjónina sem er svo sterk í norðurmati.

Til að eyða ekki dýrmætum síðum Hals skal nú látið staðar numið en Hal skal mæra enn einu sinni í ljóði:

Mikið meyjar halur,
margt getur ljóðað,
sigrar sálu hreinni,
sjaldan hrekki fremur.
Blíður bragar halur,
byggir kvæðin góðu,
kátur kemur aftur,
kennir góða þulu.

 
At 6:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er Halur dauður ??

Minningargreinarnar hrannast upp ??

 

Skrifa ummæli

<< Home