mánudagur, mars 28, 2005

Reiðskjótar

eru af ýmsu tagi, lifandi og dauðir. Reiðskjóti minn hefir aldrei verið tekinn eins snemma úr húsi og þennan veturinn eða vorið ef miðað er við tíðarfarið. Búinn að gera við hemla, járna öðru nafni, vindur í börðum. Þessi millileikur minn er ágætur í sjálfu sér áður en ég stíg á stokk í hesthúsi innan um jafningja sem sennilega engir verða sýnilegir. Sunnanmenn leika sér alla daga í hesthúsum sínum og brátt verða hestar þar fleiri en menn, jafnvel fleiri en hefðbundnir reiðskjótar bensínknúnir. Það er kominn tími til að gera reiðgötur innan borgar- og bæjarmarka; þær yrðu engum til minnkunnar á dögum ólýðræðis og óþefs.

1 Comments:

At 1:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Reiðskjótar sem knúnir eru af náttúrulegu afli eru hina besta lausn. Það er hvort eð er afar sjaldan fleiri en einn í hverju ökutæki, rétt eins og á reiðhjóli og hestbaki.
Gott að hafa þig upprisinn
Kata

 

Skrifa ummæli

<< Home