miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Dratthalastaðabændur

eru kátir í koti sínu eins og fram kemur í Dratthalstaðadrápu frá bændum þar á bæ og nágrönnum. Menn eru vinsamlegast beðnir að hefja sig á flug í þeirri sveit. Í höfuðtexta þar segir m.a. svohljóðandi: "Þetta er því innansveitarkrónika sem lýsir mannlífi og daglegu amstri og viðhorfum íbúanna. Hún er full af samfélagsgagnrýni og sjálfshóli. Í henni mun birtast lífsýn og speki. Hún er ekki fyrir viðkvæma."

Halur hefur verið venju fremur haldinn verkstoli og kvíða síðustu daga í blíðviðrinu, einnig sótti að honum kvennakvíði mikill þegar hann heyrði af frægðarför Æris inn um fjósdyrnar. Þá kvað Halur:

Hentist meðan Halur svaf,
höfðinginn Ærir fáki af.
Í ærlegt kvennastóð
Ærir í jötunmóð
alveg kominn á bólakaf.

Dratthalastaðadömurnar neyttu færis
og dásömuðu lim(i) Æris,
er á fjóshaugnum sat,
og fékk sem´ann gat,
freyjur ofan eða neðan læris.

Syndir Æris sælar eru,
og snarlega allar gréru,
þó sæist í fjósi moka,
en alls ekki hoka
yfir kunnuglegri veru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home