fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Engin sannindi

eru til í heimi hér og sannast það af hinum góðu viðbrögðum sem Halur fékk við síðasta pistli, jafnvel veit hann um aðila sem lesið hafa pistil í laumi á tölvum utan heimilis eða vinnustaðar þannig að húsfreyjur geri ekki femínískar athugasemdir vegna eðlilegra viðbragða vina sem hjálpa lítilmagna í raun.

Ærir bað vini og vandamenn Hals um aðstoð við að botna:

Helst er líkur Halur minn,
hestum vaxinn niður.

Halur botnaði:
Lífga skal ég lókinn þinn,
ef lofsamlega biður.

Sökum glæsireiðar Æris um sanda og fjörur á nesi Snæfells kemur þessi:

Ríða vill á röskum hesti,
rennur á fjörum skeið.
Lítur við hjá Staðastaðarpresti,
stofu vísað til um leið.

Loks og endanlega hafði Halur fregnir af áhyggjum margra sökum meintrar hestaferðar hans og því kvað Halur:

Þekkum og þolmiklum fola,
þeysir Halur á.
Ekki víst að allir þola,
afglapa ríða hjá.

Kvíði og algjört verkstol sækir nú að Hali vegna hestaóráðs hans og því eru allar sendingar og bænir vel þegnar í hvaða formi sem er. Hættulegust er þó nálægð vinar sem vill honum vel.

4 Comments:

At 12:22 e.h., Blogger ærir said...

Ærir þakkar seinniparta og svo fyrriparta með seinnipörtum. Að koma því saman er nokkuð sem aðeins ærnir vinir Æris geta gert. Því miður er ekki hægt að koma myndum að í athugasemdadálk þennan. En bent skal á nýja mynd á vef Æris í tilefni sannindaleitar Hals og félaga.

 
At 8:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sækja að Hali ýmsir drengir með ljóðstaf einan að vopni. Skæður er Kiddi með spánýjum bragarhætti. Ærir fær einnig þakkir fyrir útbreiðslu orðsins þar sem óvíst er hvað snýr fram og hvað aftur í eftirreið og forreið.

Halur kvað í sorg eftir Kidda:

Stóra nálgast stundin þín,
strákur - það er ekkert grín.
Á hrossi kemur
og hraustur lemur
Halur þar til limur dvín.

Síðan vegna öfundar kvað Halur:

Með ljóðstaf einan langan að vopni,
limir sóttu að svanna.
Efnivið duglítinn hjá Drottni,
drengir fengu er lim skyldu hanna.

 
At 9:53 f.h., Blogger ærir said...

Illa búnir, á kaunum kallt,
kunna lítt að virkja

 
At 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vegna trúaráhuga kemur þessi botn:

Orðasóðar eru um allt,
aðrir bögur yrkja.
Ekk´í heimi eitt er falt,
ísl-enska kirkja.

 

Skrifa ummæli

<< Home