sunnudagur, janúar 16, 2005

Norrænar

greinar skíðaíþrótta eru ekki vinsælar á Íslandi svona almennt talað, þótt ganga hafi þar nokkra sérstöðu meðal almennings sem e-a útiveru stundar. Um daginn þegar ég var staddur í Skíðastöðum eða Hlíðarfjalls-"hótelinu", varð mér litið í vesturátt þar sem ég stóð á pallinum ofan við innganginn sem ætíð hefur verið kaldur útlits; þar er gamalt útskorið gler ofan við dyrnar með mynd þar sem sjá má hinar norrænu klassísku greinar æfðar - göngu og skíðastökk. Skíðastökk veit ég að stundað hefur verið með glæsibrag á Ólafsfirði á árum áður og hver veit nema Ærir hafi stokkið sitt lengsta stökk í firðinum gamla einmitt þannig hér um árið og kannski lent utan brautar sökum lengdar stökksins; mér er kunnugt um svifeiginleika hans. Það var nú fyrir tíma Hexa-gallans.

Í morgun fór ég með heimasætunni brottfluttu á gönguskíði, frábært færi, en snjómugga og slæmt skyggni og blinda, brautin þó fín sem sagt og tæknin eins alltaf e-ð sem bæta má smám saman. Nokkur ungmenni voru á æfingu og stúlkur þar á meðal, kannski 10-15 manns eða svo. Skíðaganga er sennilega einhver skemmtilegasta og hollasta útivist eða íþrótt sem unnt er að stunda hérlendis að vetri til og skiptir þar engu hvernig viðrar svo lengi sem e-r spor eða braut má finna, nema gengið sé utan brautar þar sem nægur snjór er; það finnst mér ætíð ánægjulegast enda með stálkanta á skíðunum. Ég held að líkja megi skíðagöngu að nokkru við hjólreiðar þar sem aðstæður eru fyrir hendi, sem er vart hérlendis nema á stöku stað; það flokkast undir hálfgerða glæframennsku að hjóla á hringvegi nr. eitt, tillitssemin lítil sem engin því miður. Eins og lesendur hugsanlega muna, þá hygg ég á frekari landvinninga hjólandi í sumar og hló þá Hlóriði.

Skorað er á alla hugsandi menn að taka fram gönguskíðin. Það er einnig hægt að fá ókeypis súrefnismeðferð þegar sporið er tekið í snjónum, hvað þá ef maður kemst þangað þar sem himnarnir byrja.

2 Comments:

At 4:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er gaman að ganga á skíðum en ekki þegar það er 22 stiga frost eins og er hér í dag. Það er reyndar sól og voða fallegt út að líta en það er xzxy!!"$%&/ kalt. Halli meira að segja fór ekki út að hlaupa í gær....of kalt, og það gerist ekki oft.
Ég er komin með mína eigin bloggsíðu
http://katahugsar.blogspot.com/

 
At 7:54 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Til hamingju með það og meira að segja á íslensku, þessari síðu verð gerð nánari skil síðar. Hann sagði mér áðan hann Halur gamli Húfubólguson, að hann hefði hug á því að lesa stöku sinnum síðu sem væri skrifuð alla leið útí henni Ameríku, síðu Vesturfara á síðari tíma heilögum.

 

Skrifa ummæli

<< Home