þriðjudagur, janúar 04, 2005

Myndhverfing

málsins er skemmtilegt fyrirbæri. Ýmislegt flokkast þar undir og flestir mér fróðari vita allt um slíka hluti. Kem hér með afbrigði. Mér kemur nú í hug í kvöldkulinu að nefna orðið "annesi" eða "ann-nesi"sem fyrirbæri sem nota skal í stað og stundum samhliða "Hann-nesi". "Hann-nesi" og "Hann-nesar" eru einstaklingar sem eru utan vega (eða utan alfaraleiðar hvar sem hún liggur) en stundum innan eftir því við hverja er rætt og afar nauðsynlegir lýðræðinu; standa úti á annesi með hafið framundan og neðan við. Sagan sýnir að slíkir einstaklingar standa oft uppi sem sigurvegarar þegar farið er yfir gögnin áratugum eða öldum síðar. Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. Slíkir menn eru nauðsynlegir og ekki annað hægt en dást að dirfsku þeirra og sannfæringu hver sem hún er hverju sinni; hugmyndafræðin þó iðulegast nokkuð steingerð. Gjarnan einstaklingar sem þorri manna er andsnúinn hugmyndafræðilega séð í lifanda lífi. Velti fyrir mér hvort ég geti verið "Hann-nes(i)" eða útá "ann-nesi" eða hvað?! Sennilega er þetta langsótt myndhverfing miðað við hefðbundnar (skýr dæmi: steindauður, svínslega feitur). Allir sjá þó tenginguna við "ann-nesi" eða "annesi" eftir því hver rithátturinn skal vera (annesi í réttritunarorðabókinni eins og allir vita).

Eyjar mínar og "ann-nesi"
andann nærir.
Harla margt á "Hann-nesi"
halur lærir.

Eða var það:
Harla fátt á "Hann-nesi"
halur lærir.

Sjóninni hrakar, því þessir stóru stafir. Minni á bloggsíðu sem hann Ærir ("ekki Æri-Tobbi") heldur úti.

Gleðilegt ár og afsakiði á meðan ég æli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home