Marantz er dauður!
Loksins er Marantz 1070 magnarinn dauður, honum hefur verið komið fyrir á endanlegum stað, var reyndar ekki "alveg" dauður. Þennan magnara keypti ég fyrir sumarhýruhlutann (enn og aftur) sumarið 1974 ef ég man rétt, en þá voru þetta áreiðanlega lang-bestu kaupin á mögnurum í höfuðborginni. Hann stóðst prófin í partíum, hávaða, gleði og glaumi, íhugun, klassík, djassi, rokki, Neil Young og allir hinir fóru í gegnum hann; hann var portvörður tónlistarinnar árum og áratugum saman. Síðustu 10-15 árin var hann í notkun hjá Hirti bróður, sem greiddi honum götu tónlistar þar til hann endurnýjaði alveg í geiranum og er enn að endurnýja með gömlum tæknibúnaði.
Þessi hlutur var ekta amerískur og framleiddur í Ameríku norðursins, bilaði aldrei og ekkert vesen eins og með margt sem keypt er í dag bæði þaðan og héðan; það virðist vera framleitt til að bila eða endast í e-r misseri eða nokkur ár í besta falli. Slæmt fyrir mig sem vil eiga hlutina lengi og ekki skipta út fyrr en ónýtir eru.
Í tilefni dagsins spilaði ég nokkur lög með Bowie, en hann var nokkuð góður í gamla Marantzi mínum. Ég þarf að draga fram e-ð gamalt með honum.
1 Comments:
Hjartans þakkir á þessum erfiðu tímum!
Skrifa ummæli
<< Home